• Uppskrift - Kryddaður vetrarbjór

Þessi uppskrift hefur verið vinsæl hjá mér í gegnum árin fyrir hátíðarnar. Hér er á ferðinni sterkur, yljandi vetrarbjór sem er tilvalið að skella í með góðum fyrirvara fyrir jólin.

OG: ~1.085

ABV: 9.3%


5 kg Pilsner

3 kg Munich I

300 gr Special W

100 gr Black

25 gr Nugget í 60 mínútur

1/4 tsk kanill í 1 mín

1/2 tsk engifer í 1 mín

1/8 tsk múskat í 1 mín

1/8 tsk allspice í 1 mín

Ger: 2 pakkar US-05


Ath að kryddið fylgir ekki með en er hægt að fá í næstu matvöruverslun.


Fyrir robobrew og fleiri svipaðar græjur er þetta of mikið af korni til að brugga í einni meskingu eins og maður gerir venjulega. En það er auðvelt að komast í kringum það með því að tvímeskja, sem er gert svona:

Meskja helming af korni í 20 lítrum af vatni, sleppa mashout hitastigi en skola þannig að það séu 20 lítrar eftir af virti í pottinum.

Svo tæma kornkörfuna og skella restinni af korninu í græjuna og meskja eins og venjulega í virtinum frá fyrri meskingu. Klára svo meskingu með mashout og skolun eins og venjulega og sjóða svo.

Þetta bætir ca klst við bruggdaginn en er annars ekkert mál - Klárlega málið fyrir allar uppskriftir sem eru yfir 8kg. Og ekkert mál að fara í jafnvel 10kg uppskriftir og uppúr.

Skrifa umsögn

Ath.:HTML er ekki þýtt!
    Slæmt           Gott

Uppskrift - Kryddaður vetrarbjór

  • Merki: Brew.is
  • Vörunúmer: rwinter
  • Framboð: Á Lager
  • 6.450kr