• Uppskrift - Súrmundur Valtýss

Léttur og frískandi súrbjór í ætt við Berliner Weisse.

2.2kg Pale Ale

2.0kg Wheat Malt

10gr Magnum @60mín

1stk Lallemand Philly Sour þurrger

1-2kg Ávaxtapúrra - ég nota venjulega 2kg, en það fer aðeins eftir ávöxtum.

Þessi uppskrift notar Philly Sour gerilinn sem býr til mjólkursýru samhliða gerjuninni. Því þarf ekki að fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan um súrmeskingu. Philly Sour er örlítið hægari en aðrir gerlar, þannig að það er gott að gefa bjórnum ca 2 vikur í gerjun áður en hann fer í flöskur eða á kúta.


Gömul Aðferð - Súrmesking

Meskja korn við uþb 67°C, hita svo upp í suðu og sjóða í 5-10mín. Sótthreinsa alla fleti í bruggpotti með sjóðandi virtinum, t.d. dælulínur osfrv með því að dæla í gegnum þær. ATH engir humlar!

Bæta við 12ml af mjólkursýru.

Kæla niður í 32-35°C og bæta þá 12 hylkjum af lactobacillus við. Opna hylkin og hella í. Ég hef notað bio kult pro-cyan. Mikilvægt að nota rétta tegund. Til í krónunni t.d. Á næstunni verða til gerlar sem er hægt að nota í staðinn fyrir þetta.

Loka potti vel, t.d. með matarfilmu - Loftþétt. Gott að skjóta CO2 ofan í pottinn áður en filman er sett á.

Láta standa við 32-35°C í 1-2 sólarhringa til þess að leyfa lactobacillus að vinna við að sýra virtinn. Þetta er hægt að gera með því t.d. að stilla robobrew eða önnur bruggtæki á hitastigið og nota aðeins litla hitaelementið í græjunni.

Eftir að sýringu er lokið er bjórinn soðinn aftur í klassísku 60mín og humlum bætt við skv uppskrift.

Svo kældur niður og gerjaður eins og er gert með allar uppskriftir.

Eftir 2 daga í gerjun er frábært að bæta við ávaxtapúrru. Uppáhaldið mitt er 1kg mangópúrra og 1kg hindberjapúrra en það má leika sér með aðra ávexti líka eins og t.d. ástaraldin, ferskjur, apríkósur og fleira. Oft til nokkrar mismunandi tegundir af ávöxtum hjá mér.

Bjórinn klárar gerjun á uþb 10 dögum og þá er óhætt að setja á flöskur. Bakteríurnar (lactobacillus) voru allar drepnar við suðuna þannig að það þarf ekki að gera neinar ráðstafanir vegna þeirra.

Ég hef einnig notað saison ger í þennan bjór með góðum árangri.

Það er einnig hægt að gera einfaldari útgáfu af þessum bjór þar sem bakteríum er alveg sleppt og hann aðeins sýrður með mjólkursýru. Það þarf uþb 30-40ml af sýru til að ná góðri sýru í hann, en ég mæli sterklega með því að sýra með lactobacillus bakteríunum ef þú hefur mögulega tök á því.

Skrifa umsögn

Ath.:HTML er ekki þýtt!
    Slæmt           Gott

Uppskrift - Súrmundur Valtýss

  • Merki: Brew.is
  • Vörunúmer: usur
  • Framboð: Á Lager
  • 3.950kr