• Uppskrift - New England IPA (NEIPA)

Þessi haze sprengja er gómsæt og sprengifull af frábærum Amerískum humlum. Í léttari kantinum fyrir NEIPA en samt um 6% og mouthfeel fyrir allan peninginn.


OG: 1.059

IBU: 70 (ish)

ABV: ~6.1%


Korn

4.0kg Premium Pilsner

1.0kg Flaked Oats

0.4kg Flaked Wheat


Humlar

50gr mosaic, el dorado og citra í 20mín whirlpool (80°C eftir suðu) Ekki sjóða humlana!

Dry hop

50gr citra, centennial og mosaic á degi 3 í gerjun

50gr idaho #7 á degi 6 í gerjun


Ger

S-04 fylgir með uppskriftinni, en hún getur verið ennþá betri með Juice frá Imperial Yeast. Ekkert mál að skipta því út og borga mismuninn.


Ég mæli með að setja 10gr Calcium Chloride og 5gr Gifs í vatnið fyrir meskingu. Það fylgir ekki með en er hægt að fá á góðu verði hjá mér.

Ath þessi bjór er mjög viðkvæmur fyrir öllu súrefni í ferlinu eftir gerjun. Það er þess vegna mjög mikilvægt að fara mjög varlega með hann og varast allt sull og skvamp þegar hann er settur á kút eða flöskur.

Skrifa umsögn

Ath.:HTML er ekki þýtt!
    Slæmt           Gott

Uppskrift - New England IPA (NEIPA)

  • Merki: Brew.is
  • Vörunúmer: rneipa
  • Framboð: Á Lager
  • 7.800kr