Lager í dekkri kantinum með miklum malt keim og örlítilli rist. Blómlegur angan frá humlum og engin karamella. Auðdrekkanlegur en jafnframt spennandi lager.
OG: 1.050
ABV: 5.0%
Bitterness: 20IBU
Color: 10SRM
Korn
4.31kg Vienna
0.11kg Melanoidin
0.06kg CaraPils
0.06kg Carafa Special III
Humlar
35gr Mittelfruh @60m
15gr Mittelfruh @10m
Ger
2x Fermentis W34/70 Lager
Hægt að svindla og nota US-05 og gerja við ölhitastig, en það breytir bjórnum töluvert.
Gerjun við ~10°C í 10 daga, 18°C í viku og cold crasha svo og lagera í nokkrar vikur fyrir átöppun.
Til þess að flýta fyrir er hægt að fara eftir þessu fyrirkomulagi í gerjun. Meiri vinna, en betri bjór.
1. 9°C þegar ger fer í
2. 10°C fyrir háttinn sama dag
3. 11°C morguninn eftir (Dagur 2)
4. 12°C Næsta morgun (Dagur 3)
5. 14°C Næsta morgun (Dagur 4)
6. Hækka um 1°C á ~12klst fresti þar til gerjun er komin í 18°C og láta standa í viku
7. Cold crasha um ~2.5°C á 12 tíma fresti þar til ~3°C er náð.
Til að gera þetta sem einfaldast er þægilegt að nota STC-1000 stýringu með STC-1000+ firmware eða BrewPi. Þá er hægt að stilla öll hitastigin í byrjun og spara sér skrefin.